STAÐARREGLUR

Golffélagið er rekið án þess að fastur starfsmaður sé reglulega á staðnum. Það er því mikið undir notendum komið að hlutirnir gangi vel fyrir sig. Við viljum hvetja viðskiptavini til að veita okkur endurgjöf um hvað við getum gert til að auka gæði aðstöðunnar og vinna þannig með okkur í að gera Golffélagið að notalegum stað fyrir golfarann til þess að æfa sveifluna eða njóta góðra stunda í golfi með fjölskyldu og vinum. Til þess að upplifunin verði sem best viljum við leita til viðskiptavina að fylgja eftirfarandi grunnatriðum:

 

TÍMAMÖRK

Mikilvægt er að virða tímamörk gagnvart þeim sem á undan eru og þeirra sem á eftir koma. Mikilvægt er að huga að þeim tíma sem tekur að koma sér fyrir og ganga frá.

BÚNAÐUR

Til að tryggja gæði Trackman búnaðar er mjög mikilvægt að spila einungis með HREINAR HVÍTAR GOLFKÚLUR. Litaðar og merktar kúlur lita tjaldið þannig að ekki er hægt að þrífa það af. Einnig er mikilvægt að golfkylfur sem spilað er með séu hreinar.

KLÆÐNAÐUR

Mætum snyrtileg til fara og í HREINUM SKÓM.

DRYKKIR OG FLEIRA

Í kæli í setustofu höfum við til sölu drykki á sanngjörnu verði. Þar sem við vitum að golfiðkendur eru heiðarlegir einstaklingar treystum við viðskiptavinum til að leggja inn á reikning Golffélagsis þegar þessi þjónusta er notuð. Verðlista má finna á vegg við hlið kælis ásamt reikningsupplýsingum.

FRÁGANGUR AÐ LEIK LOKNUM

Göngum vel frá okkur að leik loknum. Vinsamlegast gangið frá rusli og dósum/flöskum í viðeigandi ruslafötur í setustofu.

0

Start typing and press Enter to search